• fim. 04. apr. 2019
  • Landslið
  • U17 karla
  • EM U17 karla

U17 karla - Dregið í úrslitakeppni EM í dag

Dregið verður í úrslitakeppni EM 2019 hjá U17 ára landsliði karla í dag, en Ísland er í efri potti dráttarins. Athöfnin hefst kl. 17:30 og fer hún fram í Dublin.

Ásamt Íslandi í efri potti dráttarins eru: Írland, Holland, Ítalía , Belgía, Frakkland, Portúgal og Spánn.

Í neðri pottinum eru: England, Austurríki, Rússland, Ungverjaland, Svíþjóð, Grikkland, Tékkland og Þýskaland.

Mótið er haldið á Írland og fer það fram dagana 3.-19. maí næstkomandi.

Sýnt verður beint frá drættinum og verður hægt að fylgjast með honum hér:

Bein útsending