• mán. 08. apr. 2019
  • Mótamál

KR Lengjubikarmeistari karla

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR er Lengjubikarmeistari karla 2019 eftir 2-1 sigur gegn ÍA í úrslitaleiknum, en hann fór fram á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Pablo Punyed skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu, en ÍA jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar þegar Bjarki Steinn Bjarkason skoraði. Björgvin Stefánsson tryggði KR síðan sigurinn í byrjun síðari hálfleiks. 

Til hamingju KR!