• fim. 11. apr. 2019
  • Mótamál

Leikir yngri flokka sumarið 2019 – Viðbótar athugasemdafrestur

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við afgreiðslu allra erinda/athugasemda sem nefndinni bárust við drög að niðurröðun leikja sumarsins í yngri flokkum.

Verulegar breytingar hafa verið gerðar á niðurröðun leikja frá þeim drögum sem birt voru 1. mars.

Vakin er athygli á því að nokkrum mótum hefur verið endurraðað í heild sinni.

Félögunum verður nú veittur stuttur frestur til að koma að frekari athugasemdum.

Frestur til að koma að viðbótar athugasemdurm er til kl. 12.00 mánudaginn 15. apríl.

Vonast er til þess að hægt verði að staðfesta mót yngri flokka 17. apríl.