• fim. 18. apr. 2019
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Á fundi stjórnar KSÍ þann 11. apríl sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

Um er að ræða breytingar er varða reglur um tímabundin félagaskipti leikmanna, félagaskiptabætur samkvæmt grein 18 og breytingar á staðalsamningi KSÍ.

Eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega.

ATH: Vakin er sérstök athygli á því að breytingar á greinum 10 og 16, þ.e. breytingar sem varða reglur um tímabundin félagaskipti, taka ekki gildi fyrr en 16. október 2019.

Dreifibréf til félaga um nýja reglugerð vegna félagaskipti, samning og stöðu leikmanna og félaga