• fös. 10. maí 2019
  • Landslið
  • U16 kvenna

U16 kvenna - Ísland mætir Króatíu á laugardag

U16 ára landslið kvenna mætir Króatíu á laugardaginn í síðasta leik liðsins á UEFA Developement Tournament, en mótið fer fram í Króatíu.

Stelpurnar hafa unnið báða leiki sína til þessa. Fyrst unnu þær Búlgaríu 6-0 en seinni leikurinn endaði með 15-0 sigri gegn Norður Makedóníu.

Hægt verður að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á Facebook síðu KSÍ.

Facebook síða KSÍ

Byrjunarlið Íslands

Aldís Guðlaugsdóttir

Andrea Marý Sigurjónsdóttir (F)

Hildur Björk Búadóttir

Mikaela Nótt Pétursdóttir

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir

Sara Dögg Ásþórsdóttir

Hildur Lilja Ágústsdóttir

Jakobína Hjörvarsdóttir

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Snædís María Jörundsdóttir

Amanda Jacobsen Andradóttir