• lau. 11. maí 2019
  • Landslið
  • U16 kvenna

Sex mörk U16 kvenna gegn Króatíu

U16 landslið kvenna lék í dag, laugardag, lokaleik sinn í UEFA Development Tournament sem fram fór í Króatíu.  Sex marka sigur vannst á heimastúlkum og komu fimm markanna í síðari hálfleik.  Snædís María Jörundsdóttir gerði tvö fyrstu mörk Íslands í leiknum, og hin mörkin gerðu þær Hildigunnur ýr Benediktsdóttir, Sara Montoro, Hrefna Steinunn Aradóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir. 

Ísland skoraði því alls 27 mörk í leikjum sínum þremur í mótinu og fékk ekki neitt mark á sig.

Skoða mótið