• mán. 13. maí 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Meðalaðsókn í fyrstu þremur umferðum 1.072

Þriðja umferð Pepsi Max deildar karla fór fram um helgina, en leikið var föstudag, laugardag og sunnudag.  Af umferðunum þremur sem leiknar hafa verið hingað til komu fæstir áhorfendur á þessa umferð, eða 5.045, sem gerir 841 áhorfanda að meðaltali.  Heildaraðsóknin á fyrstu þrjár umferðirnar er 19.299 og meðaltalið því 1.072.  Nítján mörk voru skoruð í leikjunum sex í umferðinni, eða 3,2 mörk að meðaltali.  Fjórða umferð deildarinnar fer fram í vikunni - fjórir leikir á miðvikudag og tveir á fimmtudag.

Pepsi Max deild karla

Mynd:  Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð