• þri. 21. maí 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland leikur tvo leiki gegn Finnlandi í júní

A landslið kvenna mætir Finnlandi í tveimur vináttuleikjum í júní og fara leikirnir fram í Finnlandi.

Fyrri leikurinn verður leikinn 13. júní í Turku og sá síðari 17. júní í Espoo.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 15:30 að íslenskum tíma.

Liðin hafa mæst sjö sinnum. Ísland hefur unnið tvo leiki, Finnland þrjá og tveir hafa endað með jafntefli.

Liðin mættust síðast 7. maí 2009 og endaði sá leikur með markalausu jafntefli.

Innbyrðis viðureignir