• mið. 22. maí 2019
  • Landslið
  • A karla
  • EM 2020

Fyrsti miðasöluglugginn fyrir EM 2020 opnar 12. júní

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur tilkynnt að miðasala á úrslitakeppni EM 2020 hefjist þann 12. júní næstkomandi, en fyrsti miðasöluglugginn er opinn frá 12. júní til 12. júlí og verða allir miðar seldir í gegnum miðasöluvef UEFA fyrir EM 2020.

EM karlalandsliða fagnar 60 ára afmæli árið 2020 og verður mikið um dýrðir af því tilefni.  Úrslitakeppnin fer fram 12. júní til 12. júlí 2020 og er leikin í 12 borgum víðs vegar um Evrópu.  Þátttökuliðin 24 geta þannig búist við að leika í Amsterdam, Baku, Bilbao, Búkarest, Búdapest, Kaupmannahöfn, Dyflinni, Glasgow, Lundúnum, München, Róm eða Sankti Pétursborg. 

Nú þegar er hægt að stofna aðgang að miðasöluvefnum og skrá sig fyrir ýmsum tilkynningum og fréttum.  Allar nauðsynlegar upplýsingar og svör við algengum spurningum um miðasöluna, lykildagsetningar, leikstaði, verðflokka, og fleira er að finna á miðasöluvefnum.

Miðasöluvefur UEFA fyrir EM 2020