• mið. 29. maí 2019
  • Fræðsla

Stjórnendur í félögum á Norður- og Austurlandi sóttu námskeið á Akureyri

Fyrr í vikunni bauð KSÍ upp á námskeið fyrir fólk sem situr í stjórnum knattspyrnufélaga. Að þessu sinni var námskeiðið haldið á Akureyri og áttu flest félög á Norðurlandi fulltrúa þar, auk fulltrúa tveggja félaga af Austurlandi.  Um er að ræða tvískipt námskeið, annars vegar er hringekja þar sem starfsfólk KSÍ kynnir starf og verkefni deilda innan KSÍ, og er þátttakendum þá skipt upp í minni hópa sem færa sig á milli stöðva.  Hins vegar fer fram kynning þar sem farið er yfir helstu verkefni og hlutverk stjórna knattspyrnufélaga.  Námskeiðið sem haldið var í vikunni fór fram sem fyrr segir á Akureyri, í Hamri, félagsheimili Þórs. 

Nánar um námskeiðið