• fös. 07. jún. 2019

Breytingar á knattspyrnulögunum hafa ekki áhrif á leiki Íslands gegn Albaníu og Tyrklandi

1. júní tóku gildi ýmsar breytingar á knattspyrnulögunum. Þess má þó geta að þessar breytingar hafa ekki áhrif á landsleiki Íslands gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Breytingarnar hafa þegar tekið gildi í Mjólkurbikarnum og Íslandsmótinu, en munu ekki hafa áhrif á leiki og mót sem voru þegar hafin og klárast í júní. Þar má nefna t.a.m. úrslit Þjóðadeildarinnar og leikdaga 3 og 4 í undankeppni EM 2020.

Samantekt yfir helstu lagabreytingar 2019/20