• mið. 12. jún. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna mætir Finnum á fimmtudag

A landslið kvenna er nú í Finnlandi og mætir þar Finnum í tveimur vináttulandsleikjum, fyrst í Turku á fimmtudaginn 13. júní og síðan í Espoo 17. júní. Báðir leikirnir hefjast kl. 15:30 að íslenskum tíma.

Leikmannahópur íslenska liðsins var kynntur þann 29. júní og valdi Jón Þór Hauksson 23 leikmenn í verkefnið.

Smellið hér til að skoða íslenska hópinn

Báðum leikjum verður streymt í gegnum Youtube-rás KSÍ.

Finnland og Ísland hafa mæst sjö sinnum áður í A landsliðum kvenna og er nokkuð jafnt á með liðunum.

Smellið hér til að skoða tölfræðina