• þri. 18. jún. 2019
  • Mótamál

Dregið í 1. umferð forkeppni UEFA-móta félagsliða í dag

Dregið verður í 1. umferð forkeppni UEFA-móta félagsliða karla í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í dag, þriðjudaginn 18. júní.  Smellið á hlekkina hér að neðan til að skoða styrkleikaröðun og mögulega mótherja íslensku liðanna. 

Íslandsmeistarar Vals eru í neðri styrkleikaflokki í potti 3 í Meistaradeildinni og geta m.a. mætt Rosenborg frá Noregi.  KR-ingar eru í neðri styrkleikaflokki í potti 4 í Evrópudeildinni og á meðal mögulegra mótherja þeirra er Bröndby frá Danmörku og Rangers frá Skotlandi, Breiðablik er einnig í neðri styrkleikaflokki og gæti m.a. mætt sænska liðinu Malmö eða Vaduz frá Liechtenstein.  Loks eru það Stjörnumenn, sem eru í efri styrkleikaflokki, og gætu t.d. mætt KÍ frá Færeyjum eða Levadia Tallinn frá Eistlandi.

Allt um dráttinn í Meistaradeildinni

Allt um dráttinn í Evrópudeildinni

Hægt verður að fylgjast með framvindu mála í beinni útsendingu á vef UEFA

Drátturinn í Meistaradeildinni hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma og drátturinn í Evrópudeildinni kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Mynd með grein:  Vefur UEFA / Getty