• þri. 18. jún. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Rúmlega 50 þúsund manns hafa sótt leiki Pepsi Max deildar karla

Aðsókn að leikjum Pepsi Max deildar karla hefur verið með ágætum það sem af er sumri og fyrstu leikir eftir árlegt landsleikjahlé lofa góðu fyrir framhaldið.  Alls hafa nú rúmlega 50 þúsund manns (50.703) sótt leikina 48 sem fram hafa farið og er meðalaðsókn að leikjum deildarinnar að loknum sjö umferðum 1.056 á leik. 

Flestir áhorfendur eru að meðaltali á heimaleikjum Breiðabliks, eða 1.580, og raunar er meðalaðsókn hjá sjö félögum vel yfir eitt þúsund.

Félag Meðalaðsókn 
Breiðablik 1.580
FH 1.423
Fylkir 1.416
ÍA 1.361
Valur 1.227
KR 1.164
Stjarnan 1.127
Víkingur 980
KA 900
HK 770
Grindavík 635
ÍBV 331

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net