• fös. 28. jún. 2019
  • Landslið
  • A karla

Tryggðu þér miða á alla þrjá haustleikina í undankeppni EM 2020

Þriðjudaginn 2. júlí kl. 12:00 verður opnað fyrir miðasölu á alla þrjá haustleiki A landsliðs karla í undankeppni EM 2020.  Þannig verður hægt að tryggja sér miða á alla þrjá haustleikina í einum pakka og kaupandinn velur sitt sæti fyrir alla þrjá leikina. Um er að ræða þrjá heimaleiki á Laugardalsvelli - gegn Moldóvu, heimsmeisturum Frakka, og Andorra.

Eingöngu er um að ræða miðasölu á alla þrjá leikina í einum pakka að þessu sinni.  Miðasala á staka leiki fer fram síðar.  Sem fyrr fer miðasalan fram í gegnum Tix.is

Ísland – Moldóva laugardaginn 7. september kl. 16:00
Ísland – Frakkland föstudaginn 11. október kl. 18:45
Ísland – Andorra mánudaginn 14. október kl. 18:45

Skoða leikina og riðilinn

Óbreytt miðaverð
Verðsvæði A:  Fullorðnir 7.500 (Börn 16 ára og yngri 50% afsláttur) = Haustleikjaverð - Þrír leikir 22.500 (barnaverð 11.250)
Verðsvæði B:  Fullorðnir 5.500 (Börn 16 ára og yngri 50% afsláttur) = Haustleikjaverð - Þrír leikir 16.500 (barnaverð 8.250)
Verðsvæði C:  Fullorðnir 3.500 (Börn 16 ára og yngri 50% afsláttur) = Haustleikjaverð - Þrír leikir 10.500 (barnaverð 5.250)

Tryggðu þér miða á haustleikjaveislu á Laugardalsvelli - styðjum strákana okkar og förum saman á EM 2020!

Takmark upplag af haustleikjamiðum er í boði.  Miðasala á staka leiki fer fram síðar.

Smellið hér til að kaupa miða

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.