• þri. 02. júl. 2019
  • Landslið
  • U16 kvenna

Jafntefli við Þýskaland í sex marka leik

U17 landslið kvenna gerði í dag, þriðjudag, 3-3 jafntefli við Þýskaland í fyrsta leik sínum í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Bohuslän í Svíþjóð.  Þýskaland leiddi í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu og náði þriggja marka forystu, en frábær þriggja marka endurkoma íslenska liðsins tryggði jafnteflið.   Þegar jafntefli verður í leikjum á Norðurlandamótinu þá er gripið til vítaspyrnukeppni til þess að útkljá hvort liðið er ofar ef þau skyldu lenda jöfn að stigum í riðlinum.  Þar hafði Ísland betur, 6-5.

Mörk Íslands í leiknum gerðu Hildur Lilja Ágústsdóttir, Amanda Jacobsen Andradóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir.

Næsti leikur íslenska liðsins er á fimmtudag, þegar leikið verður gegn Noregi, sem lagði Danmörku 5-0 í dag.

Leikir Íslands

Þriðjudagur 2. júlí kl. 16:00: Þýskaland - Ísland, Nösnäsvallen 1
Fimmtudagur 4. júlí kl. 16:00: Ísland Noregur, Strömsvallen
Laugardagur 6. júlí kl. 14:00: Danmörk - Ísland, Havsvallen
Leikir um sæti fara svo fram mánudaginn 8. júlí.

Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina á vef sænska knattspyrnusambandins, en þar er m.a. að finna hlekk á keppnisvellina á Google maps.

Smellið hér til að skoða upplýsingar um mótið og leikina á vef KSÍ