• fim. 04. júl. 2019
  • U16 kvenna
  • Landslið

NM U17 kvenna - Góður sigur á Noregi

Ísland mætti Noregi í dag á Norðurlandamóti U17 kvenna sem fram fer í Svíþjóð.  Lokatölur urðu 3 - 2 fyrir Ísland eftir að staðan í leikhléi var 1 - 1. Amanda Jacobsen Andradóttir jafnaði fyrir Ísland í fyrri hálfleik og í þeim síðari var það María Catharina Gros sem kom Íslandi yfir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir bætti þriðja markinu við undir lok leiksins.  Norðmenn átti svo síðasta orðið með síðustu spyrnu leiksins en góður sigur Íslands í höfn sem gerði jafntefli við Þjóðvera í fyrsta leik sínum.

Næsti leikur Íslands á mótinu, og sá síðasti í riðlakeppninni, verður gegn Dönum á laugardaginn.

Leikir Íslands

Þriðjudagur 2. júlí kl. 16:00: Þýskaland - Ísland, Nösnäsvallen 3 - 3
Fimmtudagur 4. júlí kl. 16:00: Ísland Noregur, Strömsvallen 3 - 2
Laugardagur 6. júlí kl. 14:00: Danmörk - Ísland, Havsvallen
Leikir um sæti fara svo fram mánudaginn 8. júlí.

Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina á vef sænska knattspyrnusambandins, en þar er m.a. að finna hlekk á keppnisvellina á Google maps.

Smellið hér til að skoða upplýsingar um mótið og leikina á vef KSÍ