• mán. 08. júl. 2019
  • Dómaramál
  • Evrópuleikir

Ívar Orri dæmir í Serbíu

Ívar Orri kristjánsson verður dómari á viðureign serbneska liðsins FK Cukaricki og FC Banants frá Armeníu í Evrópudeild UEFA, en liðin mætast í Serbíu á fimmtudag.  Aðstoðardómarar verða þeir Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson og varadómari verður Helgi Mikael Jónsson.  Eftirlitsmaður leiksins verður síðan Lettinn Andrejs Sipailo.

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.