• mán. 08. júl. 2019
  • Fræðsla
  • Háttvísi

KFR hlaut Háttvísiverðlaun KSÍ og Landsbankans

Háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ eru ný verðlaun sem standa mótshöldurum knattspyrnumóta yngri flokka til boða í sumar.  Með verðlaununum vilja KSÍ og Landsbankinn verðlauna háttvísi og heiðarlega framkomu allra sem að mótum koma. Á þetta fyrst og fremst við leikmenn, en ekki síður þjálfara, foreldra, áhorfendur og aðra aðstandendur.

Hér að neðan má finna frekari upplýsingar um verkefnið:

Háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ

Á hinu árlega TM-móti í Vestmannaeyjum fyrir 5. flokk kvenna, sem haldið 12.-15. júní síðastliðinn voru það stúlkurnar í liði Knattspyrnufélags Rangæinga (KFR) sem hlutu Háttvísiverðlaunin.