• mán. 08. júl. 2019
  • Dómaramál
  • Evrópuleikir

Þorvaldur dæmir leik FK Partizani og Qarabag FK

Það eru ekki bara íslensku félagsliðin sem verða í eldlínunni í UEFA-mótum félagsliða í vikunni.  Þorvaldur Árnason verður dómari í viðureign FK Partizani frá Albaníu og Qarabag frá Aserbaídsjan, sem mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar.  Leikurinn fer fram í Tirana í Albaníu á miðvikudag.  Aðstoðardómarar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon, og varadómari Pétur Guðmundsson.  Eftirlitsmaður UEFA á leiknum verður Konrad Plautz frá Austurríki. 

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.