• þri. 09. júl. 2019
  • Lög og reglugerðir
  • Fræðsla

Sækir sérstakt lögfræðinám á vegum UEFA

Haukur Hinriksson, lögfræðingur á skrifstofu KSÍ, er í hópi 24 þátttakenda í sérstöku lögfræðinámi á vegum Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) - UEFA Football Law Programme (FLP).  FLP fjallar m.a. um alþjóðlegar félagaskiptareglur, CAS áfrýjunardómstólinn, og ýmis önnur verkefni um lög og reglugerðir í alþjóðlegri knattspyrnu.

Alls sóttu 60 fulltrúar knattspyrnusambanda innan UEFA um að komast í FLP-námið og komust 24 umsækjendur inn.  Sérstök nefnd á vegum UEFA (The Scientific Committee of the UEFA Football Law Programme) fór yfir umsóknirnar.  FLP-námið mun án efa nýtast Hauki vel í sínum störfum fyrir KSÍ.

Nánari upplýsingar um UEFA Football Law Programme