• þri. 09. júl. 2019
  • Landslið
  • U16 kvenna
  • U17 kvenna

Þýskaland tók gullið á Opna NM U17 kvenna

Þýskaland fagnaði sigri í Opna Norðurlandamóti U17 kvenna eftir úrslitaleik við England.  Lokatölur urðu 4-1 Þýskalandi í vil, og var sigur þýska liðsins öruggur.  Þjóðverjar náðu fjögurra marka forystu áður en Englendingar minnkuðu muninn í uppbótartíma undir blálok leiksins.  Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti mótsins, efst Norðurlandaþjóða, eftir leik við Ísland, þar sem Svíar knúðu fram sigur eftir vítaspyrnukeppni og bráðabana.  

Norðmenn náðu 5. sætinu eftir sigur á Hollandi, einnig eftir vítaspyrnukeppni og bráðabana og Danir lögðu Finna í leik um 7. sætið.

Skoða nánar á vef KSÍ