• fim. 11. júl. 2019
  • Stjórn

Andlát: Friðjón B. Friðjónsson

Friðjón B. Friðjónsson er látinn. Friðjón gegndi trúnaðarstörfum í aðalstjórn og knattspyrnudeild Vals um árabil, var gjaldkeri stjórnar KSÍ árin 1971-1984, gjaldkeri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í áratug, sat í stjórn Íslenskra getrauna og í stjórn Íþróttanefndar ríkisins. Friðjón hlaut á sínum tíma heiðurskross ÍSÍ, æðsta heiðursmerki Íþrótta- og Ólympíusambandsins, silfurmerki KSÍ árið 1976 (í fertugsafmæli Friðjóns) og gullmerki á ársþingi KSÍ árið 1984. KSÍ minnist fallins félaga og vottar fjölskyldu og aðstandendum samúð.

Stjórn KSÍ kjörin á ársþingi 1981 

Aftari röð frá vinstri:
Gunnar Steinn Pálsson, Gylfi Þórðarson, Jóhann Ólafsson, Rafn Hjaltalín, Þór Símon Ragnarsson, Sveinn Sveinsson, Kristján Jónasson, Guðmundur Bjarnason og Helgi Þorvaldsson.
Fremri röð frá vinstri:
Helgi Daníelsson, Gunnar Sigurðsson, Ellert B. Schram, Árni Þ. Þorgrímsson og Friðjón B. Friðjónsson.