• mán. 15. júl. 2019
  • Landslið
  • U18 karla

U18 karla - Tvær breytingar á hópnum fyrir leikina gegn Lettlandi

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 karla, hefur kallað Arnór Gauta Jónsson, Aftureldingu, og Eyþór Aron Wöhler, ÍA, í hópinn fyrir leikina tvo gegn Lettlandi.

Jón Gísli Eyland Gíslason og Valgeir Valgeirsson verða ekki með liðinu.

Báðir leikirnir fara fram ytra, sá fyrr þann 19. júlí og sá síðari 21. júlí.