• fös. 19. júl. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Stjarnan áfram í 2. umferð Evrópudeildarinnar

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan komst áfram á fimmtudag í Evrópudeildinni þegar liðið sló út Levadia Tallin, frá Eistlandi, í framlengingu þar sem sigurmarkið kom í lok framlengingar.

Mótherjar liðsins í næstu umferð er spænska félagið Espanyol. Fyrri leikur liðanna fer fram 25. júlí og sá síðari 1. ágúst.

Breiðablik og KR duttu hins vegar út úr keppninni eftir viðureignir gegn Vaduz og Molde.

Í kjölfar taps Vals gegn Maribor fer liðið yfir í Evrópudeildina og mætir þar Ludogorets frá Búlgaríu.