• þri. 13. ágú. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Breiðablik áfram í 32 liða úrslita Meistaradeildar Evrópu

Breiðablik tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn SFK 2000 Sarajevo, en leikið var í Bosníu og Hersegóvínu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö markanna, en það þriðja var sjálfsmark.

Stelpurnar unnu alla þrjá leiki sína og fara því örugglega áfram í 32 liða úrslitin.

Dregið verður á föstudaginn, 16. ágúst, kl. 11:30 að íslenskum tíma.