• þri. 27. ágú. 2019
  • Mótamál

Úrslitakeppni 4. deildar karla fer af stað á föstudag

Úrslitakeppni 4. deildar karla fer af stað á föstudag með 8 liða úrslitum. Síðari leikir viðureignanna fara síðan fram þriðjudaginn 3. september.

Reglugerðin:

22.4. Þegar leikið er til þrautar í útsláttarfyrirkomulagi þannig að leikið er í tveimur leikjum, heima og heiman, þar kemst það lið áfram, sem skorað hefur fleiri mörk samanlagt í báðum leikjum viðkomandi liða. Fáist ekki úrslit þannig, skal það lið komast áfram sem skorað hefur fleiri mörk á útivelli. Fáist ekki úrslit þannig, skal framlengt í síðari leik liðanna og sé enn jafnt (enn gildir, að það lið kemst áfram sem skorað hefur fleiri mörk á útivelli), skulu úrslitin ráðin með vítaspyrnukeppni.

Mótið á vef KSÍ

8 liða úrslit

Föstudagurinn 30. ágúst

Hvíti Riddarinn - Björninn á Varmárvelli kl. 18:00

Hamar - Kormákur/Hvöt á Grýluvelli kl. 18:00

Ýmir - Ægir í Kórnum kl. 19:00

Elliði - GG á Würth vellinum kl. 20:00

Þriðjudagurinn 3. september

GG - Elliði á Grindavíkurvelli kl. 17:15

Kormákur/Hvöt - Hamar á Blönduósvelli kl. 17:15

Ægir - Ýmir á Þorlákshafnarvelli kl. 17:15

Björninn - Hvíti Riddarinn á Fjölnisvelli - Gervigras kl. 19:00