• mið. 28. ágú. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland mætir Ungverjalandi á fimmtudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Ungverjalandi á fimmtudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 18:45.

Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2021 en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Ungverjalandi, Slóvakíu og Lettlandi.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi og fer fram á Tix.is og er hægt að komast beint inn á hana hér að neðan.

Miðasala

Undirbúningur fyrir leikinn hefur gengið vel og mættu t.a.m. um 200 manns á opna æfingu liðsins á þriðjudag.

Allir á völlinn!