• fös. 30. ágú. 2019
  • Agamál

Úrskurðaður í 1 leiks bann vegna atviks í leik Njarðvíkur og Magna

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 27. ágúst var leikmaður Magna, Gauti Gautason, úrskurðaður í eins leiks bann vegna atviks í lok leiks Magna og Njarðvíkur í Inkasso-deild karla þann 24. ágúst. 

Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum ákvað nefndin, með vísan til ákvæða 6.1.1. og 6.3, sbr. 6.1.3 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, að úrskurða leikmanninn í eins leiks bann vegna atvika sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns frá leik Magna og Njarðvíkur þann 24. ágúst sl., samkvæmt 13. gr. sömu reglugerðar.