• fim. 05. sep. 2019
  • Fræðsla

Beactive dagurinn í Laugardalnum á laugardag

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur í annað sinn #BeActive daginn í Laugardalnum næstkomandi laugardag, 7. september, frá kl. 10-16.

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) fer fram vikuna 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Sökum veðurskilyrða á Íslandi var ákveðið að halda #BeActive daginn þann 7. september. Það verður mikið um að vera í Laugardalnum þennan dag þar sem hægt verður að koma og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Aqua zumba, rathlaup, frisbígolf, frjálsíþróttir og ruðning svo fátt eitt sé nefnt. Svo verður Leikhópurinn Lotta á svæðinu og boðið verður upp á Topp og Kvennahlaup ásamt fleiri glaðningum. Að lokum fara svo allir á landsleikinn Ísland – Moldóva.

Vefsíða ÍSÍ

Vefsíða Beactive.is

Beactive dagurinn á Facebook

Beactive dagurinn á Instagram