• fim. 05. sep. 2019
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Ísland mætir Lúxemborg á föstudag

Ísland mætir Lúxemborg á föstudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 17:00.

Með liðunum í riðlinum eru einnig Ítalía, Svíþjóð, Írland og Armenía.

Þess má geta að nú mega 20 leikmenn vera í hóp í leikjum í undankeppninni og leyfðar eru fimm skiptingar í hverjum leik, með þremur stoppum í síðari hálfleik.

Hægt er að kaupa miða á leikinn á tix.is.

Miðasala