• mán. 23. sep. 2019
  • Mótamál

Sigurvegarar í deildum Íslandsmótsins

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ljóst er hverjir eru meistarar í öllum landsdeildum meistaraflokka karla og kvenna eftir leiki helgarinnar.

Pepsi Max deildin

KR hafði þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla, en Valur tryggði sér bikarinn kvennamegin með 3-2 sigri gegn Keflavík. Hjá körlunum eru það Grindavík og ÍBV sem falla niður í Inkasso deildina, en hjá konunum eru það Keflavík og HK/Víkingur.

Inkasso deildin

Þróttur R. sigraði Inkasso deild kvenna eftir frábært tímabil. Liðið tapaði aðeins þremur leikjum, skoraði 74 mörk og fékk aðeins á sig 13. Hjá körlunum var það Grótta sem kórónaði frábært tímabil með því að lyfta titlinum eftir 4-0 sigur liðsins gegn Haukum. Með tapinu var ljóst að Haukar myndu falla niður í 2. deild og Njarðvík fylgja þeim þangað. Hjá konunum eru það Grindavík og ÍR sem leika í 2. deildinni að ári.

2. deild

Gríðarleg spenna var fyrir lokaumferð 2. deildar karla um helgina, en þrjú lið gátu endað á toppnum. Það var svo Leiknir Fáskrúðsfirði sem lyfti bikarnum í lok leiks. Með þeim fór Vestri einnig upp í Inkasso deild karla. KFG og Tindastóll féllu niður í 3. deild. Völsungur unnu 2. deild kvenna sannfærandi, unnu 11 leiki og gerðu eitt jafntefli. Grótta fylgir Húsvíkingum upp í Inkasso deild kvenna. 

3. deild karla

Kórdrengir lyftu titlinum um helgina eftir gott sumar og með þeim fer KF upp í 2. deild. Þau lið sem falla í 4. deild eru KH og Skallagrímur.

4. deild karla

Elliði og Ægir eru þau lið sem fara upp í 3. deild karla.