• þri. 08. okt. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - 6-0 sigur gegn Lettlandi

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland vann góðan 5-0 sigur gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021, en leikið var í Liepaja í Lettlandi.

Ísland tók frumkvæðið í leiknum strax frá fyrstu mínútu og settu mikla pressu á lettnesku vörnina. Stelpurnar héldu boltanum vel og voru oft nálægt því að opna vörn Letta upp á gátt.

Eftir um tíu mínútur fékk Ísland tvö ágætis færi. Fyrst átti Dagný Brynjarsdóttir skot beint á markið og stuttu síðar var Alexandra Jóhannsdóttir nálægt því að setja boltinn í netið, en hún náði ekki almennilega til boltans og skot hennar fór í hliðarnetið.

Það var svo á 17. mínútu sem Ísland komst yfir. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti þá frábæra fyrirgjöf á Fanndísi sem skallaði hann í netið. Svo sannarlega sanngjörn forysta.

Stelpurnar héldu áfram að stjórna leiknum og á 23. mínútu átti Dagný skalla rétt yfir markið. Sex mínútum síðar skoraði Dagný annað mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu Hallberu Guðnýjar Gísladóttur.

Á næstu tíu mínútum átti Hallbera tvö skot að marki Letta. Fyrsta var varið vel, en það seinna fór framhjá markinu.

Það var svo á annarri mínútu uppbótartíma sem Fanndís Friðriksdóttir skoraði annað mark sitt í leiknum, og það þriðja í leiknum, beint úr hornspyrnu.

Stelpurnar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum kraft og það tók þær aðeins um fimm mínútur að skora. Boltinn barst inn á teig, Hlín Eiríksdóttir skallaði hann inn á Elínu Mettu Jensen sem setti hann örugglega í netið. Staðan orðin 4-0.

Tveimur mínútum síðar var Alexandra nálægt því að skora, en skalli hennar endaði í hliðarnetinu. Áfram stjórnuðu stelpurnar leiknum og þegar hálftími var eftir átti Elín Metta fínt skot að marki sem var varið. Nokkrum mínútum síðar fengu Lettar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Íslands, en skot þeirra endaði í slánni.

Á 66. mínútu gerði Ísland tvöfalda skiptingu. Inn á komu Rakel Hönnudóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir, en útaf fóru Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir. Rakel lék því sinn hundraðasta landsleik fyrir Ísland!

Sjö mínútum síðar kom svo Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn á fyrir Elínu Mettu. Á næstu mínútum voru stelpurnar nokkrum sinnum nálægt því að skora, besta færið var skot Rakelar sem fór af varnarmanni og í horn. Rakel nálægt því að skora í sínum hundraðasta leik!

Það var svo Margrét Lára sem bætti við sjötta marki leiksins undir lok uppbótartímans. 6-0 sigur staðreynd.