• þri. 08. okt. 2019
  • Landslið
  • U19 karla

U19 karla - Ísland mætir Finnlandi á miðvikudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U19 ára landslið karla mætir Finnlandi miðvikudaginn 9. október í æfingaleik, en leikið er í Finnlandi.

Ísland mætir svo Svíþjóð föstudaginn 11. október.

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2020, en Ísland er þar í riðli með Albaníu, Belgíu og Grikklandi. Riðillinn fer fram í Belgíu 13.-19. nóvember.