• mið. 09. okt. 2019
  • Landslið
  • U19 karla

Sigurmark undir lokin

U19 landslið karla vann 1-0 sigur á Finnum í vináttuleik sem fram fór ytra í dag, miðvikudag, og kom sigurmarkið undir lok leiksins.  Um hörkuleik var að ræða, jafnræði milli liðanna, og hvorugt lið gaf mörg færi á sér.  Það stefndi allt í markalaust jafntefli þegar Vuk Óskar Dimitrijevic skoraði sigurmark leiksins á 88. mínútu.

Íslenska liðið leikur annan vináttuleik í þessari ferð á föstudag, þegar liðið mætir Svíum.

Mynd með grein;  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.