• fim. 10. okt. 2019
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Ísland mætir Svíþjóð á laugardag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 ára landslið karla mætir Svíþjóð á laugardag í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Olympia í Helsingborg og hefst kl. 13:45.

Ísland hefur unnið tvo fyrstu leikina sína í riðlinum, gegn Lúxemborg og Armeníu, á meðan Svíþjóð tapaði gegn Írlandi í eina leik sínum í keppninni til þessa.

Strákarnir mæta síðan Írlandi á þriðjudaginn á Víkingsvelli.