• mið. 23. okt. 2019
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

ÍA áfram í Unglingadeild UEFA

ÍA er komið áfram í Unglingadeild UEFA eftir 12-1 sigur gegn Levadia Tallin, en leikið var ytra.

Eyþór Aron Wöhler skoraði fjögur mörk, Gísli Laxdal Unnarsson og Aron Snær Ingason tvö og þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson, Aron Snær Guðjónsson, Brynjar Snær Pálsson og Elías Dofri Gylfason eitt hvor.

Fyrri leikur liðanna fór 4-0 fyrir ÍA og mætir liðið næst Derby County. Leikirnir fara fram 6. og 27. nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst áfram í Unglingadeild UEFA.