• fös. 01. nóv. 2019
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Daði Freyr Arnarson og Stefán Árni Geirsson inn í æfingahópinn

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur kallað Daða Frey Arnarson, FH, og Stefán Árna Geirsson, KR, inn í æfingahópinn fyrir leik U21 karla gegn Ítalíu og U20 leik gegn Englandi í nóvember.

Ísland mætir Ítalíu 16. nóvember í undankeppni EM 2021, en Englandi í U20 ára leik þann 19. nóvember. Báðir leikirnir fara fram ytra.