• mið. 06. nóv. 2019
  • Mótamál

Niðurröðun í Íslandsmótinu innanhúss staðfest

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Niðurröðun í Íslandsmótinu innanhúss, Futsal, hefur verið staðfest og fara fyrstu leikir fram 16. nóvember næstkomandi.

Fyrirkomulagið verður sem sama sniði og síðustu ár en úrslitakeppni fer svo fram í Laugardalshöll í byrjun janúar.

Fjórir riðlar eru í karlaflokki og fara 2 efstu félögin í hvorum riðli í úrslitakeppnina, þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Hjá konunum er einn riðill, leiknar verða tvær umferðir og Íslandsmeistari krýndur í lokin.

Vængir Júpíters eru ríkjandi Íslandsmeistarar í karlaflokki á meðan Selfoss lyfti titlinum í kvennaflokki.

Íslandsmót innanhúss - karla

Íslandsmót innanhúss - kvenna