• mið. 27. nóv. 2019
  • Lög og reglugerðir

Breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Á fundi stjórnar KSÍ þann 22. nóvember sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Breytingar þessar varða hlutgengi leikmanna í 2.-, 3.- og 4. aldursflokki. Einnig er um að ræða breytingar sem varða m.a.:

  • Ákvæði til varnar ólögmætri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita
  • Viðurlagaákvæði vegna skilyrða um heimaalda leikmenn
  • Ákvæði er varðar frestun leikja í Íslandsmóti meistaraflokks kvenna
  • Heimild til tilfærslna á leikjum í lokaumferð deilda
  • Hlutgengi eldri leikmanna í 2. flokki kvenna

Eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega.

Dreifibréf