• þri. 04. feb. 2020
  • Fræðsla

Fyrsta UEFA Pro þjálfaranámskeiðið á Íslandi farið af stað

Fyrsta UEFA Pro þjálfaranámskeiðið sem fer fram á Ísland fór af stað í gær, en 19 þjálfarar sækja námskeiðið.

UEFA Pro þjálfaragráða er æðsta þjálfaragráða UEFA og er fyrir þjálfara sem starfa á hæsta stigi hvers lands við knattspyrnuþjálfun. UEFA Pro þjálfarar eru aðalþjálfarar leikmanna sem eru atvinnumenn eða hálf-atvinnumenn.

Þetta er annað af tveimur slíkum námskeiðum sem KSÍ mun bjóða upp á á næstu árum. Það sem er nú hafið fer fram 2020-2021 og það síðara fer fram 2022-2023.

Með innleiðingu UEFA Pro gráðunnar tekur KSÍ stórt skref með það að markmiði að auka fagmennsku í þjálfun á hæsta stigi í knattspyrnu á Íslandi.