• lau. 07. mar. 2020
  • Landslið
  • A kvenna

Eins marks tap gegn Skotlandi á Pinatar

A landslið kvenna beið lægri hlut gegn Skotlandi á Pinatar-mótinu á Spáni, þar sem liðið mættust í dag, laugardag. Eina mark leiksins kom á 55. mínútu.

Skoska liðið var sterkara lengst af í fyrri hálfleik og sótti mikið, með vindinn í bakið, en íslenska vörnin var þétt og Sandra í markinu varði vel í nokkur skipti. Hvorugu liðinu tókst að skora fyrir hlé, þó Skotarnir hafi átt nokkrar tilraunir.  

Íslenska liðið byrjaði vel eftir hlé, en Skotland náði þó forystunni á 55. mínútu. Íslenska liðið sótti í sig veðrið og lék vel það sem eftir var leiks, án þess þó að ná að skora og eins marks tap gegn sterku skosku liði því niðurstaðan.

Lokaumferð mótsins fer fram á þriðjudag, en þá mætir Ísland liði Úkraínu og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á miðlum KSÍ.

Leikskýrslan