• þri. 10. mar. 2020
  • Landslið
  • A kvenna

Eins marks sigur á Úkraínu

A landslið kvenna vann eins marks sigur á Úkraínu, en liðin mættust í lokaumferð Pinatar-mótsins á Spáni í dag, þriðjudag.  Eina mark leiksins gerði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á 34. mínútu, þegar hún kom knettinum í netið eftir eftir mikla sókn íslenska liðsins að marki Úkraínu.

Jafnræði var með liðunum lengst af í leiknum þó íslenska liðið hafi verið ívið sterkara og náð að ógna marki úkraínska liðsins í nokkur skipti eftir vel útfærðar sóknir.  Sem fyrr segir var það mark Gunnhildar Yrsu sem skildi liðin að og var þetta tíunda mark hennar fyrir A landsliðið.

Ísland hafnar í öðru sæti eftir 1-0 sigra gegn Norður-Írlandi og Úkraínu og 0-1 tap gegn Skotlandi.  Innbyrðis viðureign Íslands og Skotlands ræður því að skoska liðið hafnar í efsta sæti, burtséð frá því hver úrslitin verða í leik Skota og Norður-Íra.

Pinatar-mótið

Mynd:  Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu