• fim. 26. mar. 2020
  • eFótbolti

Tap gegn Rúmeníu í eFótbolta

Ísland og Rúmeníu áttust við í eFótbolta, en um var að ræða vináttuleiki í FIFA, og endaði viðureignin með 6-2 sigri Rúmena.

A landslið þjóðanna áttu að sjálfsögðu að mætast í dag í umspili undankeppni EM, en þeim leik var frestað vegna Covid-19.

Jóhann Ólafur Jóhannsson og Aron Þormar Lárusson léku leikina fyrir hönd Íslands, úrslit þeirra má sjá hér að neðan en tvö stig fengust fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli.

Fyrsti leikur - Aron Þormar - 1-2

Annar leikur - Jóhann Ólafur - 2-2

Þriðji leikur - Jóhann Ólafur - 0-1

Fjórði leikur - Aron Þormar - 0-0

Við minnum á að skráning í fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta er í fullum gangi hér á síðunni og er hægt að finna frekari upplýsingar um það hér að neðan:

Skráning í Íslandsmótið