• fös. 24. apr. 2020
  • Mótamál
  • Landslið
  • COVID-19

UEFA staðfestir að EM kvenna fari fram 2022

Framkvæmdastjórn UEFA fundaði fimmtudaginn 23. apríl og voru lykilákvarðanir kynntar með fréttatilkynningum. 

Gefnar voru út leiðbeiningar um hvernig ljúka skuli keppni innlendum mótum í aðildarlöndum UEFA gagnvart hlutgengi í Evrópumótum félagsliða. Greiðslum til félaga vegna þátttöku leikmanna í undankeppni EM karla verður flýtt, en heildarupphæðin er 70 milljónir evra, sem skiptist á milli 676 félagsliða í öllum 55 aðildarlöndum UEFA, hutfallslega eftir því hversu margir leikmenn í tilteknum félögum tóku þátt í landsliðsverkefnum í undankeppni EM 2020.

Þá var frestun úrslitakeppni EM kvenna frá 2021 til 2022 staðfest, en mótið fer nú fram á Englandi dagana 6.-31. júlí 2022. Loks var tekin ákvörðun um að úrslitakeppni EM karla verði áfram kölluð EM 2020, þrátt fyrir að keppnin fari fram sumarið 2021.

Nánar á vef UEFA