• þri. 28. apr. 2020
  • Landslið
  • Mótamál
  • Fræðsla
  • COVID-19

Fyrirframgreiðslur FIFA og UEFA til aðildarsambanda

Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) og Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) tilkynntu nýverið um greiðslur til aðildarsambanda sinna, sem ætlað er að styðja við rekstur sambandanna á tímum Covid-19 faraldursins.

Í hvorugu tilfelli er um að ræða nýtt fjármagn, heldur fyrirframgreiðslur á peningum sem samböndin hafa gert gert ráð fyrir í sínum fjárhagsáætlunum fyrir næstu ár og hafa þegar verið eyrnamerktir áætluðum rekstrarkostnaði og ýmsum verkefnum, m.a. kostnaði við landslið, mótahald, fræðslumál og annan rekstrarkostnað.

Fréttatilkynning FIFA

Fréttatilkynning UEFA