• mán. 11. maí 2020
  • Fundargerðir
  • Stjórn

2237. fundur stjórnar KSÍ - 7. maí 2020

2237. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 7. maí 2020 á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli og hófst kl. 15:00. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði.


Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason (vék af fundi kl. 16:20), Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Mættur varamaður í stjórn: Guðjón Bjarni Hálfdánarson (vék af fundi kl. 15:54).

Mættir fulltrúar landshluta: Jakob Skúlason (Vesturland), Björn Friðþjófsson (Norðurland) og Bjarni Ólafur Birkisson (Austurland).

Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz, sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:

1. Fundargerð síðasta fundar

- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.

2. Fundargerðir nefnda/starfshópa lagðar fram til kynningar.

- Fjárhags- og eftirlitsnefnd 29. apríl 2020.

- Fjárhags- og eftirlitsnefnd 7. maí 2020.

3. Covid-19. 

- Aðgerðir stjórnvalda:

  • Guðni Bergsson formaður KSÍ átti fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sl. mánudag. Guðni kom sjónarmiðum knattspyrnuhreyfingarinnar á framfæri.
  • Ríkisstyrkurinn hefur ekki verið greiddur til ÍSÍ og því hefur ÍSÍ ekki getað greitt út til félaga.

- Guðni Bergsson formaður kynnti samantekt Deloitte á stöðu knattspyrnudeilda í efstu tveimur deildum karla. Samantektin verður kynnt fulltrúum viðkomandi félaga en miðað við hana er staðfest að tap félaganna vegna Covid 19 er mikið.

- Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ kynnti þrjár sviðsmyndir á endurskoðaðri fjárhagsáætlun sambandsins miðað við ólíka möguleika á landsleikjum ársins. Samkvæmt svartsýnustu spám getur tap sambandsins orðið verulegt. Í öllum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að KSÍ taki yfir hlut félaganna í ferðaþátttökugjaldi 2020 svo og að ekki verði innheimt skráningargjöld í mótin 2020. Þetta gera um 20mkr í tapaðar tekjur og aukin gjöld. Áfram er þó gert ráð fyrir nýskráningargjaldi í mót sambandsins árið 2020.

- Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar fór yfir mögulegar aðgerðir til að styðja við aðildarfélög og fór yfir ólíkar sviðsmyndir, eigið fé sambandsins og heildaráhrif á fjárstreymi. Stjórn sammála um að styðja við aðildarfélög sambandsins en fara þarf betur yfir samantekt Deiloitte sem barst rétt fyrir stjórnarfund og ennfremur þarf að vinna að nánari útfærslu.

- Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamál sambandsins. Drög að öllum mótum voru birt í dag og hafa félögin frest til 12. maí til að skila athugasemdum. Stjórn þakkaði starfsmönnum sambandsins og mótanefnd fyrir gott framlag. Þá var aðkoma ÍTF gagnleg og samráð við aðildarfélög gott. Unnið er að leiðbeiningum fyrir félög um framkvæmd leikja á meðan á Covid ástandinu stendur.

4. Önnur mál

- Guðni Bergsson formaður KSÍ ræddi um skipan nefnda sem hefur frestast vegna ástandsins undanfarnar vikur. Stefnt er að því að skipa í nefndir í þessum mánuði.

- Laga- og leikreglnanefnd fundaði fyrr í dag og undirbýr m.a. tillögu til breytingu á ákvæðum um félagaskiptaglugga, skilgreiningu tímabils og framlengingu samninga. Nefndin hefur þegar óskað eftir áliti ÍTF á fyrirhuguðum breytingum. Aðkallandi er að klára þetta mál.

Næsti stjórnarfundur verður fimmtudaginn 14. maí kl. 16:00 og verður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 16:36.