• mán. 25. maí 2020
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn
  • COVID-19

Staðfest niðurröðun í 1. umferð Mjólkurbikarsins

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í 1. umferð Mjólkurbikars karla og kvenna. 

Keppni í Mjólkurbikar karla hefst föstudagskvöldið 5. júní með tveimur leikjum, þar sem annars vegar mætast ÍR og KÁ á Hertz-vellinum í Breiðholti, og hins vegar Selfoss og Snæfell á JÁVERK-vellinum á Selfossi.  Fimmtán leikir fara fram laugardaginn 6. júní og 1. umferðinni lýkur með 11 leikjum sunnudaginn 7. júní.  Önnur umferð fer svo fram dagana 12.-14. júní.

Dagana 7. og 8. júní hefst keppni í Mjólkurbikar kvenna, en þá daga fara fram sjö leikir í 1. umferð.  Fyrsti leikur umferðarinnar er viðureign ÍR og Áftaness á Herts-vellinum í Breiðholti.  Önnur umferð Mjólkurbikars kvenna fer svo fram dagana 13. og 14. júní.

Mjólkurbikar karla

Mjólkurbikar kvenna

Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net