• mið. 03. jún. 2020
  • Mótamál
  • COVID-19

Fjöldi áhorfenda á leiki - börn teljast ekki með

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.

Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi 200 manns, en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir, og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með.

Þess ber einnig að geta að 2 metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum.

Uppfært:
Heimilt er að skipta áhorfendasvæði í sóttvarnarhólf og mega þá vera allt að 200 fullorðnir í hverju hólfi.
Nánari leiðbeiningar um sóttvarnarhólf er að finna í tilmælum hér á vefsíðu KSÍ.

Viðauki við handbók leikja