• fös. 12. jún. 2020
  • COVID-19
  • Leyfiskerfi

Sértækar aðgerðir - umsóknarfrestur framlengdur til 19. júní

Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að skila inn umsóknum vegna sértækra aðgerða til og með föstudagsins 19. júní n.k.

Þeir aðilar sem geta sótt um í sértækar aðgerðir eru sérsambönd, héraðs- og íþróttabandalög, íþróttafélög með aðild að ÍSÍ og UMFÍ og deildir innan íþróttafélaga.

Umsækjendur eru þeir sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna viðburða eða móta sem ákveðið hefur verið að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum COVID-19 og hægt er að sýna fram á að hafi veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi íþróttaeiningar.

Hér að neðan má finna tengil inn á umsóknina og frétt frá 27. maí um umsóknarferlið.

Umsókn vegna Covid-19

Frétt um umsóknarferlið